Lögmenn Lækjargötu
Lögmenn Lækjargötu ehf. | Lækjargötu 2 | 101 Reykjavík | Sími 512 1220 | logmenn@laekjargata.is
Lækjargata 2

Lögmenn Lækjargötu bjóða upp á trausta, alhliða lögfræðiþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki, banka, félagasamtök, sveitarfélög og opinbera aðila.


Lögmenn stofunnar eru sjálfstæðir og óháðir og annast hvers konar lögfræðiráðgjöf fyrir innlenda og erlenda aðila. Þeir hafa sérhæft sig á ýmsum sviðum lögfræðinnar og leggja sig eftir og búa yfir mikilli reynslu af flóknum og vandasömum verkefnum þar sem miklir hagsmunir eru í húfi.

Lögmenn Lækjargötu hafa fjölbreytta reynslu af störfum í atvinnulífinu, íslenska stjórnkerfinu og hjá opinberum stofnunum.

Þeir kappkosta að veita viðskiptavinum sínum persónulega þjónustu þar sem fagleg, skilvirk og vönduð vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi.

Eigendur lögmannsstofunnar eru Andri V. Sigurðsson hdl., Birgir Tjörvi Pétursson hdl., Guðmundur H. Pétursson hdl., Ingvi Hrafn Óskarsson hdl., Reimar Pétursson hrl. og Sigurður Kári Kristjánsson hdl.


Skrifstofur Lögmanna Lækjargötu eru staðsettar á 3. hæð í húsinu við Lækjargötu 2 í miðbæ Reykjavíkur.


Húsið er byggt á grunni gamla hornhússins í Lækjargötu sem skemmdist illa í eldsvoða árið 2007. Gamla hornhúsið á gatnamótum Lækjargötu og Austurstrætis var byggt árið 1852 og var ein þekktasta bygging borgarinnar.

Sigfús Eymundsson ljósmyndari, bóksali og athafnamaður bjó í gamla húsinu að Lækjargötu 2 og rak þar ljósmyndastofu um árabil. Einnig voru í húsinu starfræktar verslanir, myndlistagallerí og veitingahús.

Við endurbyggingu hússins að Lækjargötu 2 var ákveðið að reisa það í upprunalegum anda, en húsið hefur verið hækkað um eina hæð. Engu að síður á nýja húsið sér skýra fyrirmynd í því gamla sem fyrir var og er nú mikil bæjarprýði.

Lækjargata 2 upprunaleg

Þjónusta


Lögmenn Lækjargötu bjóða upp á trausta, alhliða lögfræðiþjónustu og hagsmunagæslu fyrir einstaklinga og lögaðila, svo sem fyrirtæki, banka, félagasamtök, sveitarfélög og opinbera aðila á flestum sviðum lögfræðinnar.

Smellið á þjónustuliðina til að lesa meira.

 • Áreiðanleikakannanir

  Lögmenn Lækjargötu annast gerð áreiðanleikakannana fyrir innlenda og erlenda aðila við kaup og sölu á félögum, samruna þeirra eða hvers kyns viðskiptasamninga sem nauðsynlegt er að leggja lögfræðilegt mat á.

  Lögmenn stofunnar hafa mikla reynslu af gerð áreiðanleikakannana fyrir innlenda og erlenda aðila.

 • Evrópuréttur og EES-réttur

  Lögmenn Lækjargötu búa yfir þekkingu og reynslu á sviði Evrópuréttar og EES-réttar.

  Lögmannsstofan veitir hvers kyns lögfræðiráðgjöf á sviði Evrópuréttar og EES-réttar til innlendra og erlendra einstaklinga og fyrirtækja og opinberra aðila varðandi réttarreglur Evrópuréttar og EES-réttar. Gildir þar einu hvort um er að ræða evrópskar réttarreglur sem varða fjórfrelsi EES-samningsins, samkeppnismál og samrunareglur eða regluverk um opinber innkaup eða viðskipti og fjárfestingar á evrópska efnahagssvæðinu.

  Lögmenn Lækjargötu taka að sér hagsmunagæslu við rekstur mála á stjórnsýslustigi og fyrir dómstólum, jafnt innlendum dómstólum sem alþjóðlegum.

  Jafnframt annast Lögmenn Lækjargötu gerð lögfræðilegra álitsgerða á sviði Evrópuréttar og EES-réttar.

 • Eignaréttur og fasteignir

  Lögmenn Lækjargötu annast málarekstur á sviði eignaréttar, fasteigna og fasteignaréttinda hvers konar.

  Lögmannsstofan tekur að sér hagsmunagæslu og veitir lögfræðiráðgjöf vegna kaupa og sölu fasteigna, hvort sem er vegna hvers kyns ágreiningsmála sem upp kunna að koma í fasteignaviðskiptum, svo sem vegna fasteignagalla eða forkaupsréttarákvæða, en einnig vegna annarra ágreiningsmála tengdum fasteignum og fjöleignarhúsum, svo sem á sviði nábýlisréttar.

  Þá annast Lögmenn Lækjargötu samninga- og skjalagerð vegna fasteignakaupa, leigu eða vegna hvers kyns ráðstöfunar á eigna- og fasteignaréttindum.

  Lögmenn Lækjargötu taka ennfremur að sér hagsmunagæslu á öðrum sviðum eignarréttarins, svo sem vegna auðlinda og nýtingarréttar tengdum fasteignum, til dæmis vatnsréttindum og veiðiréttindum, jarðhita og námuréttindum.

  Lögmannsstofan sinnir hagsmunagæslu vegna eignarnáms fasteigna og jarða en einnig í tengslum við landamerkjamál.

 • Erfðamál og skipti

  Lögmenn Lækjargötu aðstoða einstaklinga við gerð erfðaskráa og aðra erfðagerninga. Jafnframt veita Lögmenn Lækjargötu upplýsingar og aðstoða einstaklinga við skattskil vegna þeirra.

  Lögmenn Lækjargötu annast einnig skipti dánarbúa og taka að sér skiptastjórn vegna opinberra skipta dánarbúa.

 • Félagaréttur og fyrirtækjaráðgjöf

  Lögmenn Lækjargötu annast alhliða lögfræðiráðgjöf á sviði félagaréttar, auk samnings- og skjalagerðar, svo sem varðandi:

  Stofnun félaga, gerð stofnsamninga, samþykkta, hluthafasamkomulaga, breytinga á félögum, s.s. hækkun og lækkun hlutafjár, breytinga á stjórn eða samþykktum, samruna eða slit félaga.

  Gerð samninga um kaup og sölu félaga og gerð áreiðanleikakannana í tengslum með viðskipti með félög.

  Ráðgjöf vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar og aðstoð í greiðslustöðvun eða við gerð nauðasamninga.

  Hvers kyns hagsmunagæslu fyrir félög og hluthafa í ágreiningsmálum á sviði félagaréttar.

 • Gjaldþrotaréttur, greiðslustöðvun, nauðasamningar og greiðsluaðlögun

  Lögmenn Lækjargötu hafa áralanga reynslu af störfum í tengslum við gjaldþrotameðferð, greiðslustöðvanir, nauðasamninga og greiðsluaðlögun einstaklinga.

  Lögmenn stofunnar taka meðal annars að sér skipti þrotabúa, kröfulýsingar í þrotabú, aðstoð við nauðasamningsumleitanir og greiðslustöðvanir.

  Lögmenn Lækjargötu annast jafnframt lögfræðilega ráðgjöf vegna ýmissa álitaefna vegna greiðsluerfiðleika og hugsanlegrar gjaldþrotameðferðar.

 • Lyfjalöggjöf

  Lögmenn Lækjargötu bjóða fyrirtækjum og opinberum stofnunum upp á lögfræðiþjónustu á sviði heilbrigðislöggjafar, einkum lyfjalöggjafar, laga um heilbrigðisþjónustu, laga um réttindi sjúklinga og almannatryggingalöggjafar.

  Lögmenn stofunnar búa yfir sérhæfingu og áralangri reynslu á þessum sviði, meðal annars í störfum fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið (nú velferðarráðuneytið), Lyfjastofnun og embætti Landlæknis.

 • Innheimta vanskilakrafna

  Lögmenn Lækjargötu annast innheimtu vanskilakrafna fyrir fyrirtæki, opinberar stofnanir og einstaklinga.

  Lögmannsstofan annast jafnt almenna löginnheimtu, rekstur mála fyrir dómstólum, aðfarargerðir, nauðungarsölur og aðrar fullnustugerðir.

 • Málflutningur

  Lögmenn Lækjargötu annast málflutning í einkamálum og sakamálum fyrir skjólstæðinga sína, hvort sem er fyrir héraðsdómstólum um land allt, Hæstarétti Íslands, stjórnvöldum og stjórnvaldsnefndum eða EFTA-dómstólnum.

 • Orku- og auðlindamál

  Lögmenn Lækjargötu búa yfir þekkingu á sviði orku- og auðlindamála og löggjafar á því sviði.

  Lögmenn Lækjargötu veita alhliða lögfræðiráðgjöf til, einstaklinga, orku- og stóriðjufyrirtækja vegna raforkuframleiðslu og nýtingar jarðvarma og vatnsorku. Lögmenn stofunnar hafa yfirgripsmikla þekkingu á löggjöf á sviði orku- og auðlindamála, svo sem lögum um rannsóknir og nýtingar auðlinda í jörðu, laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, vatnalögum og raforkulögum svo dæmi séu tekin.

  Lögmenn Lækjargötu veita jafnframt lögfræðiráðgjöf í tengslum við leyfisumsóknir vegna auðlindanýtingar og laga á sviði umhverfisréttar, svo sem laga um mat á umhverfisáhrifum og laga um umhverfismat áætlana.

  Þá veita Lögmenn Lækjargötu alhliða lögfræðiþjónustu við fyrirtæki sem starfa í sjávarútvegi. Lögmenn stofunnar hafa þekkingu á sjávarútvegi, lögum um stjórn fiskveiða og annarri löggjöf sem fyrirtæki sem starfa við sjávarútveg er gert að fylgja í sínum rekstri.

 • Samningaréttur og samningagerð

  Lögmenn Lækjargötu taka að sér hvers kyns samningsgerð fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila, hérlendis og erlendis.

  Meðal verkefna sem lögmannsstofan tekur að sér á þessu sviði er hvers kyns skjala- og samningagerð vegna kaupa og sölu fasteigna, félaga eða lausafjár.

 • Samkeppnisréttur

  Lögmenn Lækjargötu veita alhliða lögfræðiþjónustu á sviði samkeppnisréttar og almenna lögfræðiþjónustu um samkeppnismál fyrir innlend og erlend fyrirtæki.

  Sem dæmi um þá þjónustu sem lögmannsstofan veitir á sviði samkeppnisréttar má nefna:

  Samrunatilkynningar og hvers kyns hagsmunagæslu vegna samruna fyrirtækja.

  Hagsmunagæslu vegna mála sem eru til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu, meðal annars vegna meintrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu, meints ólögmæts samráðs eða annarra samkeppnishamlandi aðgerða eða háttsemi á samkeppnismarkaði.

  Málarekstur fyrir Samkeppniseftirliti, áfrýjunarnefnd samkeppnismála, dómstólum og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA).

 • Sjávarútvegur og löggjöf um stjórn fiskveiða

  Lögmenn Lækjargötu veita alhliða lögfræðiþjónustu við fyrirtæki sem starfa í sjávarútvegi.

  Lögmenn stofunnar hafa mikla þekkingu á sjávarútvegi, lögum um stjórn fiskveiða og annarri löggjöf sem fyrirtæki sem starfa við sjávarútveg er gert að fylgja í sínum rekstri.

 • Sifjaréttur

  Lögmenn Lækjargötu annast lögfræðiráðgjöf vegna skjala- og samningagerðar vegna hjúskapar eða sambúðar einstaklinga.

  Þar má nefna gerð kaupmála og sambúðarsamninga, en jafnframt sinna lögmenn stofunnar hagsmunagæslu í skilnaðarmálum og vegna sambúðarslita.

 • Sjó- og flutningaréttur

  Lögmenn Lækjargötu veita lögfræðiráðgjöf og -þjónustu á sviði flutninga- og sjóréttar fyrir innlend og erlend skipafélög, útgerðarfélög, einstaklinga og vátryggingafélög.

  Sem dæmi um þá þjónustu sem lögmannsstofan veitir á þessu réttarsviði er þjónusta vegna kaupsamninga og leigusamninga með skip, skráningu skipa, farmkrafna, farm- og skipatrygginga, flutningasamninga, skilmála farmbréfa, björgun og niðurjöfnun sjótjóna.

 • Skaðabóta- og vátryggingaréttur

  Lögmenn Lækjargötu hafa mikla reynslu af meðferð og uppgjöri slysamála.

  Lögmannsstofan sér um gagnaöflun fyrir þá sem orðið hafa fyrir tjóni, annast uppgjör skaðabóta vegna þeirra og málflutning fari skaðabótamál fyrir dómstóla.

 • Skattamál

  Lögmenn Lækjargötu veita fyrirtækjum og einstaklingum lögfræðiþjónustu vegna meðferðar skattamála hjá skatt- og tollyfirvöldum, hvort sem er á rannsóknarstigi, við meðferð sektarmála eða refsimála fyrir dómstólum. Lögmenn stofunnar veita lögfræðiaðstoð vegna vangoldinna skatta, endurkrafna vegna ofgreiddra skatta eða gjalda og endurupptöku vegna álagningar skatta.

  Þá veita lögmenn stofunnar fyrirtækjum skattaráðgjöf vegna stofnunar eða endurskipulagningar á rekstri fyrirtækja, svo sem vegna samruna eða uppskiptinga, erlendrar fjárfestingar, afleiðuviðskipta, endurhverfra viðskipta og annarra fjármálagerninga.

  Lögmenn stofunnar taka jafnframt að sér gerð lögfræðilegra álitsgerða á sviði skattamála.

 • Skipulags- og byggingaréttur

  Lögmenn Lækjargötu veitir fyrirtækjum og einstaklingum lögfræðiþjónustu sem lýtur að hagsmunagæslu á sviði skipulags- og byggingamála, svo sem gagnvart skipulags- og byggingaryfirvöldum, vegna aðal- eða deiliskipulagstillagna, útgáfu byggingarleyfa, fyrir úrskurðanefnd um skipulags- og byggingarmál auk hagsmunagæslu fyrir dómstólum.

 • Stjórnskipunarréttur og mannréttindi

  Lögmenn Lækjargötu veita lögfræðiþjónustu í málum sem varða stjórnskipunarrétt og mannréttindavernd einstaklinga.

  Lögmannsstofan annast því mál sem varða meint brot á friðhelgi einkalífs, tjáningarfrelsi, vernd eignaréttar og öðrum mannréttindum sem varin eru í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar, mannréttindasáttmála Evrópu og öðrum alþjóðlegum mannréttindasáttmálum.

 • Stjórnsýsluréttur

  Fyrirtæki og einstaklingar:

  Lögmenn Lækjargötu bjóða einstaklingum og fyrirtækjum lögfræðiþjónustu vegna samskipta við hið opinbera. Má þar nefna lögfræðiþjónustu og ráðgjöf vegna ákvarðana opinberra aðila sem varða hagsmuni einstaklinga og fyrirtækja, svo sem vegna synjunar um leyfi, leyfissamninga, áminningar eða önnur refsikennd viðurlög innan stjórnsýslunnar og vegna annmarka á málsmeðferð samkæmt stjórnsýslulögum eða sérlögum.

  Lögmenn Lækjargötu bjóða einstaklingum og fyrirtækjum jafnframt upp á alla nauðsynlega lögfræðiráðgjöf og aðstoð við að leita réttar síns innan stjórnsýslunnar, hvort sem er á stjórnsýslustigi, fyrir dómstólum eða með kvörtunum til embættis umboðsmanns Alþingis.

  Lögmenn stofunnar leiðbeina einstaklingum og fyrirtækjum um ranghala stjórnsýslunnar, svo sem vegna umsókna um leyfi, bætur, styrki eða aðstoð frá hinu opinbera.

  Opinberir aðilar:

  Lögmenn Lækjargötu veita opinberum aðilum hvers kyns lögfræðiþjónustu við meðferð stjórnsýslumála á grundvelli stjórnsýslulaga og sérlaga, auk þess sem stofan annast ráðgjöf á sviði starfsmannaréttar, samningagerðar o.fl. Nær sú lögfræðiþjónusta jafnt til málsmeðferðar á stjórnsýslustigi og fyrir dómstólum.

 • Veðréttur

  Lögmenn Lækjargötu veita fyrirtækjum og einstaklingum alhliða lögfræðiráðgjöf á sviði veðréttar.

  Lögmenn stofunnar hafa mikla reynslu á sviði veðréttar og sinna meðal annars skjalagerð á sviði veðréttar til að tryggja örugga réttaverndar tryggingarréttinda.

 • Verðbréfaréttur

  Lögmenn Lækjargötu bjóða alhliða lögfræðiþjónustu á sviði verðbréfa- og kauphallarréttar, en lögmenn stofunnar hafa víðtæka reynslu á því réttarsviði.

 • Verjendastörf

  Lögmenn Lækjargötu stunda verjendastörf í sakamálum, hvort sem er á rannsóknarstigi eða fyrir dómstólum, ekki síst vegna efnahagsbrota, en einnig í öðrum tegundum sakamála, eftir atvikum.

 • Verktakaréttur og opinber innkaup

  Lögmenn Lækjargötu veitir verktökum, svo sem byggingarverktökum, alhliða þjónustu og ráðgjöf við gerð verksamninga, samninga um kaup og sölu fasteigna og lausafjár, kaup og sölu lóða og jarða, ásamt gerð tilboða og veita aðra aðstoð við útboð.

  Lögmenn Lækjargötu taka jafnframt að sér hagsmunagæslu fyrir verkkaupa vegna verksamninga og ágreiningsmála tengdum þeim.

  Þá veitir lögmannsstofan ráðgjöf við val á útboðsaðferðum, veitir ráðgjöf við gerð útboðsskilmála og annast kærumál til kærunefndar útboðsmála ásamt því að taka til varna gegn slíkum kærum.

 • Vinnuréttur og starfsmannamál

  Lögmenn Lækjargötu veitir jafnt launþegum sem atvinnurekendum lögfræðiþjónustu á sviði vinnuréttar og starfsmannaréttar.

  Lögmannsstofan veitir meðal annars lögfræðiráðgjöf við gerð og túlkun ráðningarsamninga, starfslokasamninga og uppsagnir ásamt ráðgjöf er varðar samkeppnisákvæði ráðningarsamninga. Þá annast lögmannsstofan lögfræðiráðgjöf tengdri gerð og túlkun kaup- og söluréttarsamninga.

Starfsmenn


Andri V. Sigurðsson andri@laekjargata.is héraðsdómslögmaður

nánari upplýsingar

Lögmenn Lækjargötu

Andri Vilhjálmur Sigurðsson, héraðsdómslögmaður:

Menntun og réttindi:

Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, 1992

Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, 1998.

Laganám við háskólann í Árósum, 1997.

Réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi, 1999.

Starfsferill:

Lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, 1998 til 2000.

Lögfræðingur hjá Kaupþingi banka hf., 2000 til 2007.

Lögfræðingur hjá Kaupthing Bank Luxembourg S.A., 2007 til 2010.

Ýmis sérverkefni fyrir verðbréfasjóði og fagfjárfesta í Luxembourg, 2007 og áfram.

Lögfræðingur hjá Reviva Capital S.A. Luxembourg, 2010 til 2013

Lögmaður og einn eigenda Lögmanna Lækjargötu frá 2013 og áfram.

Loka
Birgir Tjörvi Pétursson birgir@laekjargata.is héraðsdómslögmaður

Nánari upplýsingar

Lögmenn Lækjargötu

Birgir Tjörvi Pétursson, héraðsdómslögmaður:

Menntun og réttindi:

Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1992

Embættispróf í lögfræði við Háskóla Íslands 1998

Laganám við Kaupmannhafnarháskóla á vormisseri 1997

Réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi 1999

Starfsferill:

Löglærður fulltrúi hjá Lögmönnum Höfðabakka frá 1998 - 1999.

Lögfræðingur hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1999-2000.

Sjálfstætt starfandi lögmaður á GHP Lögmannsstofu frá 2001-2011

Sjálfstætt starfandi lögmaður og meðeigandi á GHP Legal, nú Lögmenn Lækjargötu, frá árinu 2011.

Ýmis félags- og trúnaðarstörf:

Í stjórn Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands 1991-1992.

Formaður Vöku f.l.s. 1995-1996.

Í ritstjórn Stúdentablaðsins 1994-1995.

Ritstjóri Stefnis, tímarits Sambands ungra Sjálfstæðismanna, 1997-2000.

Fulltrúi ungs fólks í íslensku UNESCO-nefndinni 1997-1999.

Framkvæmdastjóri Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum á árunum 2002-2004.

Framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE) frá október 2004.

Ritstörf:

Ólögmælt verkefni sveitarfélaga. Kandidatsritgerð við Lagadeild HÍ, haust 1998.

Um ólögmælt verkefni sveitarfélaga. Úlfljótur, tímarit laganema 1. árg. 52. tbl.

Viðskiptablaðið. Fastur pistlahöfundur frá því í ágúst 2004.

Þjóðareign. Þýðing og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjávar. (Ritstj.), RSE, Reykjavík, Mars 2007.

The climb and descent of the Icelandic economy, Cayman Financial Review, Third Quarter 2009, Issue no. 16.

Kennsla:

Stundakennsla í lögfræði við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands (Lögfræði A og Lögfræði B) 2000-2005, 2009-2011.

Stundakennsla í lögfræði við Meistaraskóla Iðnskólans í Reykjavík 2001-2005.

Umsjónarmaður Raunhæfra verkefna í eignarrétti við Lagadeild Háskóla Íslands 2007-2008.

Umsjónarmaður ritgerðaverkefna í verðbréfamarkaðsrétti við Lagadeild Háskóla Íslands á vorönn 2009.

Stundakennsla í hagnýtri réttarheimspeki við Lagadeild Háskólans í Reykjavík á vorönn 2009.

Loka
Guðmundur H. Pétursson gudmundur@laekjargata.is héraðsdómslögmaður

nánari upplýsingar

Lögmenn Lækjargötu

Guðmundur H. Pétursson, héraðsdómslögmaður:

Menntun og réttindi:

Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1995.

Meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá félagsvísindadeild Háskóla Íslands 2006.

Réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi 1998.

Lögfræðistörf

Löglærður fulltrúi sýslumannsins á Sauðárkróki 1995-1997.

Deildarstjóri á lögfræðiskrifstofu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins 1997-1999.

Lögmaður Lyfjastofnunar 2000-2008.

Sjálfstætt starfandi lögmaður, og eigandi GHP Lögmannsstofu ehf. frá árinu 1999-2011

Sjálfstætt starfandi lögmaður, og meðeigandi GHP Legal ehf. nú Lögmenn Lækjargötu ehf. frá 2011.

Helstu sérsvið

Eignaréttur og fasteignir

Félagaréttur og fyrirtækjaráðgjöf

Gjaldþrotaréttur, greiðslustöðvun, nauðasamningar og greiðsluaðlögun

Lyfjalöggjöf og skyld löggjöf

Málflutningur

Innheimta vanskilakrafna

Samningaréttur og samningagerð

Stjórnsýsluréttur

Uppgjör slysa- og skaðabóta

Verktakaréttur og opinber innkaup

Loka
Ingvi Hrafn Óskarsson ingvi@laekjargata.is héraðsdómslögmaður

nánari upplýsingar

Lögmenn Lækjargötu

Ingvi Hrafn Óskarsson, héraðsdómslögmaður:

Menntun og réttindi:

Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands

Réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi,

LL.M. próf frá Columbia Háskóla í New York

M.Sc. í fjármálum frá London Business School

Próf í verðbréfaviðskiptum - Löggilding í verðbréfamiðlun

Starfsferill:

Fulltrúi Lögfræðiskrifstofunni Garðarstræti 17. sf.

Aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra

Lögmaður/forstöðumaður lögfræðiráðgjafar í Íslandsbanka hf.

Verkefnastjóri og lögmaður í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf.

Lögmaður og einn eigandi GHP Legal

Kennsla:

Aðjúnkt við við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands 2005-2007.

Stundakennsla í veðrétti við Lagadeild Háskóla Íslands.

Loka
Reimar Pétursson reimar@laekjargata.is hæstaréttarlögmaður

nánari upplýsingar

Lögmenn Lækjargötu

Reimar Pétursson, hæstaréttarlögmaður:

Menntun og réttindi:

Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, 1998.

Réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi, 1998.

LL.M. próf frá Columbia Háskóla í New York, 2003.

Réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti, 2004.

Réttindi til málflutnings í New York ríki, 2004.

Löggilding í verðbréfamiðlun, 2008.

Starfsferill:

Fulltrúi og síðar eigandi Nestor lögmanna 1998-2004.

Sjálfstætt starfandi lögmaður, 2004-2005.

Lögfræðingur og framkvæmdarstjóri hjá Atorku 2005-2007.

Straumur Burðarás fjárfestingarbanki, 2007-2008.

Ýmis sérverkefni, einkum fyrir Hf. Eimskipafélag Íslands og Cube Properties, 2008-2011.

Lögmaður og einn eigandi GHP Legal, 2011 og áfram.

Ýmis trúnaðarstörf:

Situr í stjórn Eignarhaldsfélagsins Fjarskipta hf (Vodafone) og Creditinfo Group hf.

Ritstörf:

Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur og takmarkanir á framsali löggjafarvalds til stofnana EES. Tímarit lögfræðinga. 1999. s. 197-218.

Íþyngjandi reglur um innherjaviðskipti. Tímaritið Viðskiptavit. 2004, 4(1). s. 30-31.

Nokkur atriði um lagaval við gjaldþrotaskipti. Rannsóknir í félagsvísindum V: lagadeild. 2004. s. 209-216.

Bótaskylda samkvæmt EES-samningnum í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Rannsóknir í félagsvísindum V: lagadeild. 2004. s. 193-208.

Einföld fullnaðarkvittun lögmanns. Lögmannablaðið. 2000, 6(2). s. 10-12.

Loka
Sigurður Kári Kristjánsson sigurdur@laekjargata.is héraðsdómslögmaður

nánari upplýsingar

Lögmenn Lækjargötu

Sigurður Kári Kristjánsson, héraðsdómslögmaður:

Menntun og réttindi:

Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1993.

Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1998.

Laganám við Katholieke Universiteit, Leuven, Belgíu, 1997.

Réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi 1999.

Starfsferill:

Starfaði á Lögmannsstofunni Skólavörðustíg 6b, meðfram laganámi 1996-1998.

Lögmaður á Lögmannsstofunni Lex 1998-2003.

Alþingismaður 2003-2009 og 2010-2011.

Aðstoðarmaður formanns Sjálfstæðisflokksins 2009-2011.

Lögmaður og einn eigenda Lögmanna Lækjargötu frá 2011.

Nefndastörf:

Allsherjarnefnd Alþingis 2003-2009 og 2010-2011.

Menntamálanefnd Alþingis 2003-2009.

Formaður menntamálanefndar Alþingis 2005-2009.

Iðnaðarnefnd Alþingis 2003-2007.

Viðskiptanefnd Alþingis 2010-2011.

Sérnefnd Alþingis um stjórnarskrármál 2003-2007 og 2009.

Nefnd iðnaðarráðherra um endurskoðun vatnalaga 2009.

Í nefnd menntamálaráðherra um eflingu Hólaskóla, Háskólans á Hólum 2008.

Í starfshópi menntamálaráðherra um starfsumhverfi fjölmiðla 2008.

Seta í alþjóðanefndum:

Formaður Íslandsdeildar þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2005-2009.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2003-2005.

Ýmis félags- og trúnaðarstörf:

Forseti Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands 1992-1993.

Formaður Orators, félags laganema 1995-1996.

Framkvæmdastjóri lögfræðiaðstoðar Orators 1997-1998.

Fulltrúi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, í Háskólaráði, 1995-1997.

Í stjórn Heimdallar 1995-1997.

Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1997-1999.

Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1999-2001.

Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins1999-2001.

Í framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins 1999-2001.

Stjórnarmaður í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, 2002-2009.

Kennsla

Stundakennari fyrir meistaranema við Iðnskólann í Reykjavík 2001-2002.

Hefur flutt fjölmarga fyrirlestra við lagadeild Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.

Ritstörf

Höfundur fjölmargra lagafrumvarpa á Alþingi Íslendinga, svo sem á sviði skattaréttar, réttarfars, stjórnskipunarréttar, skaðabótaréttar, refsiréttar, verzlunarréttar, fjölmiðlaréttar, og kosningaréttar.

Höfundur fjölmargra blaða- og tímaritsgreina um lögfræði og þjóðmál.

Loka
Eva Halldórsdóttir eva@laekjargata.is héraðsdómslögmaður

nánari upplýsingar

Lögmenn Lækjargötu

Eva Halldórsdóttir, héraðsdómslögmaður:

Menntun og réttindi:

LL.M. próf frá lagadeild Stanford háskóla, 2014

Löggilding í verðbréfamiðlun, 2007

Réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi, 2005

Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, 2004

Starfsferill:

Lögmaður hjá Lögmönnum Lækjargötu, 2014 og áfram

Lögmaður og síðar forstöðumaður hjá Okkar líftryggingum hf., 2004-2012

Lögfræðingur í nauðungarsöludeild sýslumannsins í Hafnarfirði, 2004

Félags- og trúnaðarstörf:

Stjórn Líftryggingamiðstöðvar Íslands hf. (aðalmaður), 2014 og áfram

Stjórn Ísland-Verslunar ehf. (varamaður), 2014 og áfram

Norræna málflutningskeppnin, 2003

Stjórn Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, 2001-2002

Ritstjórn Verzlunarskólablaðsins, 1998-1999

Loka
Rútur Örn Birgisson rutur@laekjargata.is héraðsdómslögmaður

nánari upplýsingar

Lögmenn Lækjargötu

Rútur Örn Birgisson, héraðsdómslögmaður:

Námsferill:

Háskóli Íslands, lagadeild, Magister Juris. 1. einkunn, febrúar 2013

Erasmus styrkþegi við Katholieke Universiteit Leuven, vorönn 2011

Háskóli Íslands, lagadeild, B.A. próf, október 2010

Starfsferill:

Lögfræðisvið Slitastjórnar Kaupþings hf. 2010-2013

Arion Banki hf. 2009-2010

Stjórnar- og trúnaðarstörf:

Stjórn bókaútgáfunnar Codex. 2012 -

Námsnefnd lagadeildar Háskóla Íslands. 2010 - 2011

Formaður Orator, félags laganema við Háskóla Íslands. 2009-2010

Fulltrúi stúdenta í stjórn félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. 2009-2010

Ritstörf:

Meistararitgerð í lögfræði: „Landsdómur – í ljósi reynslunnar af fyrsta máli dómsins.” Febrúar 2013

B.A. ritgerð „Aðild félaga og samtaka að einkamálum.“ Júní 2010

Loka
Pétur R. Guðmundsson
bókhald

Hafa samband


Smelltu hér fyrir neðan til að hafa samband við lögmannsstofuna.

Hafa samband logmenn@laekjargata.is